Afhending og vöruskil/skipti
Hægt er að skila vöru og fá inneign eða endurgreiðslu ef vöru er skilað innan 14 daga frá afhendingu. Til þess að vöru fáist skilað skal hún vera ónotuð og í upprunalegu ástandi.
ATH vörur keyptar í nóvember og desember eru með skilafrest út janúar en ekki er hægt að fá vörur endurgreiddar ef meira en 14 dagar eru liðnir frá pöntun.
Séu vörur keyptar á afslætti fæst þeim eingöngu skilað eða skipt á því verði sem þær voru keyptar á.
Til þess að skila eða skipta að þá pakkar þú vörunni þinni í sömu eða sambærilegar umbúðir og hún barst í. Settu skilamiðann utan á sendinguna sem fylgdi pöntuninni. Mundu að líma skilamiðann yfir sendingarmiðann á pakkanum. Þú skilar síðan vörunni á einhvern afhendingarstað Dropp og um leið og varan er móttekin af okkur verður hún endurgreidd eða þú færð inneignarkóða sendann.
Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi ber þann kostnað sem hlýst af skilum/skipti á vörum.
Aðeins er hægt að fá vörur frá okkur sendar, með því að vera einungis með vefverslun náum við að halda vöruverði eins lágu og mögulegt er.
Við notumst við Dropp til þess að afhenda vörurnar okkar og gilda afhendingar -, ábyrgðar- og flutningsskilmálar þeirra.
Verð fyrir flutning reiknast útfrá verðskrá Dropp og miðast við þyngd og/eða rúmmálsþyngd en er á bilinu 890 kr. - 1.800 kr. á höfuðborgarsvæðinu og 1.090 - 2.300 kr. utan höfuðborgarsvæðis.
Sendu okkur línu ef þú þarft að skila eða skipta
