Afhending og vöruskil

Aðeins er hægt að fá vörur frá okkur sendar, með því að vera aðeins með vefverslun náum við að halda vöruverði eins lágu og mögulegt er.

Hins vegar er hægt að senda okkur línu og fá að skoða vörur ef þannig ber undir. 

Við bjóðum uppá heimsendingu innan höfuðborgasvæðis, vörur eru keyrðar upp að dyrum fyrir aðeins 390 kr. 

Pantanir sem eru póstsendar eru annað hvort sendar með Íslandspósti eða keyrðar út af okkur. Sé varan send með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. 

Hægt er að fá allar vörur nema PAMPAS strá sendar með póstinum utan höfuðborgarsvæðisins.

Afgreiðslutími vöru er 1-3 dagar en gæti verið lengri á útsöludögum.

Hægt er að skila vöru og fá inneign. Hægt er að fá endurgreiðslu ef um gallaða vöru er að ræða. Til þess að vöru fáist skilað skal hún vera ónotuð og í upprunalegu ástandi.

Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og ber kaupandi ábyrgð á endursendingu vöru.

 

Sendu okkur línu ef þú þarft að skila eða skipta.