Um HEIMARÓ

Heimaró er vefverslun sem býður uppá vandaðar vörur fyrir heimilið en áhersla okkar er að bjóða uppá vörur úr náttúrulegum efnivið.

HEIMARÓ er í eigu Ásdísar Rósu og Hjartar. Húsgögnin eru hönnuð af okkur hjónum, framleidd hér á landi og er ekkert stykki nákvæmlega eins. 

Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið heimaro@heimaro.is
eða síma (+354) 8352017.
Kt: 440419-1350 og RN: 0133-26-200113
Heimilisfang: Laugarásvegur 17A 104 Reykjavík

Orðið ró hefur tvíþætta merkingu en ró getur hvoru tveggja verið notað yfir kyrrð eða frið og hins vegar er orðið notað um sexkant. Hugmyndin að nafni síðunnar kviknaði útfrá orðinu ró í hlutbundinni merkingu. Pabbi Ásdísar hefur ávallt borið ró á sér, í vasanum eða haft á skrifborðinu. Það hefur veitt honum ákveðna jarðtengingu og ró – að geta gripið í rónna þegar þörf er á. Vörurnar á síðunni okkar eru náttúrulegar og vandaðar og er það von okkar að þær hjálpi til við að skapa rólegt andrúmsloft á heimilinu.